divider

divider

páskaföndrið :)

Það er alltaf svo gaman að föndra með börnunum :) - og fyrir okkur stærri börnin þá eru hér fyrir neðan góðar leiðbeiningar af fallegu páskaföndri sem ekkert mál er að gera :)



Allt sem þarf er: Beltagatari (kvósagatari), fallegt band, fallegar perlur að eigin vali, góð skæri, blýant og felt-efni sem fæst í öllum föndurbúðum.


Hér fyrir neðan er mótið af fuglinum sem fínt er að nota... hægt er að klikka á myndina, þá stækkar hún..þannig er betra að prenta hana út.

Klippið fuglinn út þegar búið er að prenta hann, og gerið göt þar sem búið er að merkja fyrir þeim með kvósagataranum.

Teiknið eftir fuglinum á felt-efnið og klippið út.


Fallegt er að hafa nokkra mismunandi liti af fuglum.


Merkið því næst fyrir götunum á felt-efninu.


Notið kvósagatarann til þess að gera göt á efnið.


Klippið niður band í hæfilegum lengdum til þess að þræða í götin.


Þræðið upp líkt og sýnt er hér að neðan og búið til lykkju svo hægt sé að hengja fuglinn upp.


því næst þræðið þið eitt band í bæði götin að neðan og það verða lappirnar á fuglinum.


þræðið perlu á sinn hvort enda bandsins og hnýtið hnút fyrir neðan þannig að perlan detti ekki af.


Snyrtið bandið fyrir neðan hnútinn.


Þá ættu fuglarnir að vera tilbúnir til þess að börnin geti hengt þá upp á einhverja góða grein sem var klippt af trjánum í garðinum :)


Einnig er hægt að gera óróa eða festa fuglana á snúru líkt og hér fyrir neðan :)

Gangi ykkur vel :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli