divider

divider

Fjörulallar

Hún Guðrún Björk Jónsdóttir, vöruhönnuður gerði þessa fallegu kolla sem eru á myndunum hér fyrir neðan. Kollarnir eru útskriftarverkefni hennar í Listaháskólanum og eru ætlaðir sem úti-húsgögn.

Fjörulallar verða á sýningunni Náttúra og íslensk hönnun sem verður opnuð á laugardaginn 19.júní í Ljósafossvirkjun.
Á þessari sýningu er samband íslenskra samtímahönnuða við náttúruna skoðað en þangað sækja hönnuðir form, efnivið og innblástur

Textinn hér að neðan er lýsing hönnuðarins á hönnun sinni:

Fjörulallar eru kollar/skúlptúrar sem tilheyra fjörunni, þeir hafa rekið upp á land og áhrifin frá náttúruöflunum eru farin að láta á sjá á efni og formi kollanna. Hugmyndin er fengin frá manngerðum hlutum sem finnast í fjörunni.
Einstaklega falleg hönnun og vel heppnaðir kollar :)
Ég verð líka að segja að þessi steypti fór strax á óskalistann hjá mér :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli