divider

divider

Kökurugl

Það verður að segjast að ég er forfallin kökuskreytingarfíkill! 
Mér finnst ótrúlega gaman að skreyta kökur, svo lengi sem ég geri sömu skreitinguna bara einu sinni.
Ég geri kökur orðið fyrir hin og þessi tækifæri fyrir hina og þessa í familíunni. Ég er ekki svo lagin ennþá með sykurmassann, enda leiðinlegt að búa hann til. 
En þess í stað leik ég mér með smjörkrem :) 

Þessi hérna fyrir neðan er nýjasta verkið sem ég gerði fyrir skírn systurdóttur minnar um seinustu helgi. 
Litla prinsessan var svo skírð í höfuðið á mér og eldri systir okkar :) gaman gaman :) 



 Ísland var búið til fyrir auglýsingu fyrir sýningu Stefnumót Hönnuða og bænda í Listaháskólanum 2008.





Það er lítið mál að búa svona til. 
Ég googla mynd, kem fyrir á A4 blaði og prenta út. 
klippi svo út myndina og bý til "stensil" og nota hana til þess að gera útlínur
því næst teikna ég fríhendis eftir myndinni með kremi og rjómasprautu eða kramarhús 
og lita svo með kremi :) 


ps. Tölvan mín er biluð... vei! 
þannig að bloggið er í lágmarki þessa dagana!

Engin ummæli:

Skrifa ummæli