divider

divider

Sumar-bloggleti!

Það má segja að bloggletin hafi heltekið mig í sumar. 
Ég eyði mjög takmörkuðum tíma fyrir framan tölvuna þessa dagana enda með bæði börnin heima :) 
Þið verðið því bara að afsaka hvað fá blogg detta inn þessa dagana.

Þennan skemmtilega disk keypti ég í Tiger í kringlunni í seinustu viku...og að sjálfsögðu er búið að nota hann óspart síðan þá. 

Dóttir mín sem er 5 ára ELSKAR hreinlega að borða af disknum og það sem skemmtilegast er, er að hún klárar miklu frekar matinn sinn núna eftir að hún borðar af diskamanninum :) 

Alls ekki dýrt og rosalega skemmtilegt :)

á myndinni má sjá fyrstu skreytinguna úr hrísgrjónum og kjúlla :)

Engin ummæli:

Skrifa ummæli