divider

divider

Barnalegt á Etsy


Á einni af uppáhalds síðunum mínum, Etsy, fann ég þessa. Hún hannar og smíðar þetta heima hjá sér. Upphaflega byrjaði hún að föndra fyrir börnin sín, því hún vildi hafa herbergin þeirra skreytt með líflegum en eiturefnalausm hlutum.
Fyrir þá sem þekkja ekki Etsy mæli ég með því að kíkja á. Það er uppspretta margra sniðugra hugmynda. Margir fjársjóðir sem finnast þar. Netverslun þar sem þú kaupir beint af aðilanum sem býr til hlutina. Sjálf hef ég leyft mér að kaupa nokkra hluti þaðan og var ekki svikin.

Eins og sést á myndinni þá er þetta skemmtileg lausn fyrir málverk ungra listamanna. Skemmtilegar og litríkar fígúrur, spotti og þvottaklemmur.

Lítil hilla, sem hægt er að fá með mörgum fígúrum.

Snagi, sem sömuleiðis er hægt að fá í allskonar útfærslum.

Svo held ég að þessir vegglímmiðar gætu komið skemmtilega út með hinu að ofan.
Það er hægt að finna endalausar útfærslur af vegglímmiðum.

Fyrir um ári sló ég til og splæsti á mig þessum límmiðum. Þeir eru geggjaðir og koma svo vel út á ganginum hjá mér.

Annað af þeim hlutum sem ég hef keypt á Etsy er þessi snilldar púði. Sem ég gaf mannsefninu í afmælisgjöf. Það þarf ekki að spyrja en hann er tölvunörd.
(Fyrir þá sem ekki sjá það, þá er þetta gamaldags Nintendo fjarstýring)


Engin ummæli:

Skrifa ummæli