Ég á við vandmál að stríða. Ég hef verið að leita að sófaborði í þó nokkurn tíma. Nema hvað að ég set nokkur skilyrði við þessi kaup mín. Ég er of erfið viðureignar.
- Það má ekki kosta of mikið. Of mikið gæti verið lítið hjá sumum.
- Það má ekki safna ógrynni af ryki. Engar hillur, fætur eða göt sem þarf að þurrka af.
- Það má ekki kámast. Ekkert háglans efni eða gler.
- Það verður að eldast vel. Stefnan er að eiga það í amk 20 ár.
- Það má ekki þarfnast mikils viðhalds. Ég nenni ekki að drösla því niður í bílskúr til að pússa borðplötuna upp á nokkurra ára fresti.
- Það verður að þjóna tilgangi sínum vel. Ekki of lítið og ekki of lágt. Heldur ekki of stórt.
- Það verður að taka vel við fjarstýringum, glösum, hundaslefi og öðru drasli sem endar þar (tímabundið).
En fyrst og fremst verð ég að elska það frá fyrsta degi sem ég sé það.
Ég geri mér grein fyrir því að ég verð að láta undan nokkrum kröfum ef einhverntíman á að vera fallegt sófaborð heima hjá mér. Hverjar munu láta undan veit ég ekki ennþá, ég hef ekki enn fundið drauma borðið.
Hér eru nokkur sem bera með sér góðan þokka. Þau fást öll hér.
Sentou Edition
Kartell
Kartell
Zeus
Kartell
Engin ummæli:
Skrifa ummæli