Titill færslunnar hljómar eins og fótboltaleikur... I know!
Sæunn Þorsteinsdóttir, myndlistakona, býr til þessa ótrúlega fallegu Origami Trönur sem hún fegrar síðan með fjöðrum, perlum og öðru glingri. Trönurnar eru allar gerðar úr landakortum sem gerir þetta fallega skraut eitthvað svo spennandi. Það er eins og Óróinn sem verður úr þessu öllu saman hafi einhverja spennandi sögu að segja og einhvernveginn þá sækist maður pínu í að horfa á þetta :)
Hægt er að kaupa þessa fallegu óróa í Mýrinni í Kringlunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli