divider

divider

Uppáhalds

Ég skil ekki afhverju í ósköpunum ég var ekki búin að uppgötva þennan hönnuð áður. Hann er núna einn af mínum uppáhalds. Tord Boontje heitir maðurinn. Flestir af þeim hlutum sem hann hefur hannað eru svo...veit ekki hvernig maður ætti að útskýra það á íslensku..lífrænir, hafa svo mikla hreyfingu. Sem höfðar einstaklega mikið til mín.

Þegar ég var að hefja búskap rakst ég á þessa DIY ljósakrónu í Habitat. Hún kostaði þá 3.000 kr. og auðvitað skellti ég mér á hana. Sé ekki eftir þeim smá aur þar sem ég er ennþá ótrúlega skotin í henni.

Garland

Hérna er svo búið að setja hana inn í glerkúlu. Ef ég ætti þetta væri ég líka ennþá skotin í því.
Ég get ekki séð að þetta sé komið í sölu en þetta er hluti af 2011-2012 haust/vetrarlínu Artecnica.

Tangle globe
Hérna er borð eftir hann. Með áprentuðu munstri að ofan og neðan.

Rialto decó

Áfram með blómamynstrið, í mottum.

Little Field of Flowers
Þetta er skilrúm, samansett af 6 svona stk í pakka.
Sem maður festir saman. Fæst hér.
Ég gæti haldið endalaust áfram en maður verður einhversstaðar að stoppa.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli