divider

divider

Grænt Graffiti :)


Eins mikið og graffiti getur verið ljótt, leiðinlegt, umhverfis-spillandi og ég veit ekki hvað og hvað, þá getur það líka verið hin stakasta snilld :) Oftast eru það nú bara blessaðir unglingarnir sem ganga um með spreybrúsa í skólatöskunni sem eru að skemma fyrir hinum sem kunna til verka. En gott dæmi um skemmtilegt graffiti er t.d. veggurinn við malarnámuna í Kollafirðinum á leið út úr Rvk. 

En hér er komin ný tegund af veggja-graffi... Mosa-Graffiti!
Og það sem er svo skemmtilegt við þetta er að það er umhverfisvænt og skreytir líka svo fallega :) Það má "rækta" það hvar sem er! Hvort sem það er veggurinn á þínu eigin húsi, vinnunni, grindverkinu eða í skólanum :) 
Svo geta líka allir gert þetta!

Það sem þarf er: 

1 dós af ódýrum bjór (eða 1 1/2 bolli af súrmjólk)
Handfylli af mosa (fínt ef maður á mosavaxinn garð)
1 tsk sykur.

Allt þetta er sett saman í blenderinn og "sprullað" saman. 
Þá er bara að mála þessu gumsi á vegginn. Spreyið vatni 1x á dag yfir mosann til þess að hjálpa honum að festast vel á vegginn og lifa góðu lífi :) 

Ef þið ætlið að fara með verkefnið ykkar á göturnar, þá verðið þið bara að muna eftir að fá leyfi áður en þið hefjist handa við að mála! :)

Ég ætla að prufa þetta strax í vor! :) 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli