Ég fór í smá búðarráp í dag og kom "óvart" heim með nokkra sveppi í farteskinu.
Það var svo gaman að fara á milli búða og sjá hvernig það er allt í sveppum allstaðar! :)
En á myndinni hér fyrir neðan má sjá flest-alla sveppina sem við dóttir mín rákumst á í dag hér og þar.
1. Heico-sveppaljós, fæst í Kisunni á Laugarvegi.
2. Mushroom pouf kollur, fæst í Aurum á Laugarvegi.
3. Sveppa-ljós sem fæst í Tiger.
4. Pínulitlir keramik-sveppir sem fást í Söstrene Grene.
5. (sé að þarna hafa orðið mistök í tölugjöf...þarna eru tvær myndir merktar 5... en hér á við hangandi sveppi) Jólaskraut frá Ikea.
5-2. Þarna má finna Salt- og pipar stauka, Merkimiða-klemmu og kertastjaka frá Tiger.
6. Kertastjakar frá Tiger. 7. Sveppa-snúra til að hengja kort á, frá Tiger. 8. Sparibaukur frá Tiger.
Hér fyrir ofan má sjá hinn raunverulega svepp sem að á íslensku kallast Berserkur og er baneitraður!
Góða helgi gott fólk!
Var einmitt í Tiger í dag og var sjúk í þessa sveppi alla :)
SvaraEyðaÞað er ekki annað hægt að elska svona sveppi.... þó að þeir séu eitraðir ;)
SvaraEyða