Pin Y Pon var dót sem ég lék mér mikið að þegar ég var lítil.
Ég átti aldrei svona sjálf en vinkonur mínar áttu svona og það var mjööög vinsælt að vera heima hjá þeim að leika.
Ég sá auglýsingu á Cartoon Network í dag þar sem verið er að auglýsa þetta dót og það vakti með mér smá forvitni. Ég hófst handa við að googla og sá að Pin og Ponið var eiginlega bara miklu flottara hér í denn.
langar pínu að kaupa svona gamalt Pin y Pon.
er einhver sem á og vill selja?
þetta eru ótrúlega falleg leikföng :)
Þetta hér á myndinni fyrir neðan átti besta vinkona mín þegar við vorum litlar... og ég fæ alveg kitl í magannvið að skoða myndina, það var svo spennandi að leika með þetta :)
Ekkert smá gaman að sjá þetta! Man hvað okkur fannst flott þegar blómin uxu upp úr moldinni :) Verð að reyna að finna þetta!
SvaraEyða