divider

divider

"Collage" fýlu færslan

Þessi færsla átti að fara í loftið fyrir nokkrum dögum. En tæknin var ekki að vinna með mér þannig að ég fór í fýlu..
Þó svo að mér hafi ekki tekist ætlunarverk mitt (að fá myndina stærri) þá er þetta samt hér.

Hvet ykkur endilega til að smella á linkana til að sjá hlutina betur. Hugsanlega fyrsta og síðasta klippimyndafærslan frá mér. Látið ekki fýlu frá mér smita ykkur, lesið lengra.

  1. Æðisleg hilla sem ég er svo skotin í. (það er alveg hægt að vera skotin í hillum skal ég segja ykkur). Edith Walnut kallast hún, hönnuð af Kay + Stemmer. Virkilega gaman að sjá nýjan hlut í gömlum stíl. Fæst hjá SCP.
  2. Þó svo að ég sé agalega sátt með IKEA hnífapörin mín og ekkert á leiðinni að fá mér önnur þá þykja mér þessi mjög sjarmerandi. iD kallast þau, hönnuð af Bow-Wow. Hugmyndin er, eins og sést ekki vel á myndinni minni, að sköftin líkjast greinum, eitthvað sem forfeður okkar hafa notað sem ýmiskonar verkfæri.
  3. Hver hefur ekki drukkið úr svona glasi? Rétt upp hönd (enginn). Þessi glös fást núna aftur á Íslandi! Snúðar og Snældur eru farin að selja þau í 2 stærðum og 2 litum. Húrra fyrir því!
  4. Þetta er skrautlegur rammi og sökum þess þá hentar hann e.t.v. ekki hvaða mynd sem er. Hönnuðurinn Harry Allen nefnir hann 'My Brother's Frame' því hann fann aldraðan ramma inn í geymslu hjá bróður sínum sem hann svo steypti mót af. Gæti verið smá lykt af hönnunarstuld af þessu en ég er enginn dómari, listaverka rammi sem hann fann.
  5. Þessi líflegi sófi nefnist Kelly, hannaður af Nick Garnham/Rod Carlson. Þeir hanna húsgögn fyrir ástralska fyrirtækið Jardan. Það er eitthvað sem heillar mig við þessa mublu, hvort það er efnisvalið eða mjúkar línur..ég verð að spá betur í því.


Engin ummæli:

Skrifa ummæli