divider

divider

DIY: Jólakrans - má það ekki fyrst það er 1. nóv? ;)


Svona afþví að nú er kominn Nóvember og allir farnir að huga að skreytingum ársins 2011 (er það ekki annars). Þá hef ég ákveðið að deila með ykkur þessum fallega krans sem allir geta búið til! :) 

Það sem þið þurfið eru:
 stórir kaffifílterar 
límbyssu, eða gott lím
Góðann krans í þeirri stærð sem hver kýs. 


svo er byrjað á því að brjóta kaffifilterinn til helminga og svo aftur til helminga.
Til þess að límingin heppnist sem best þá er líka fínt að brjóta aðeins upp á oddhvassa endann þannig að að svona 2 cm brot sé til annarrar hliðarinnar. Á flipann sem brýst til hliðar fer límið og svo er það varlega lagt á kransinn... best að byrja í könntunum utanmeð. 

Gangi ykkur vel! 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli