divider

divider

Púslað á vegginn

Þetta er æðislega góð hugmynd á litla sem stóra veggi. Ótrúlegt en satt þá kostar þetta ekki formúgu og það er hægt að útfæra þetta á svo marga vegu.
Heil ljósmynd, margar litlar myndir, pixlað listaverk eða mynstrað skilrúm.
Hérna er bakgrunnurinn sem maður setur fyrst upp og púslar myndinni svo á vegginn.
Þessi er í uppáhaldi hjá mér, Flower, 30.000 kr + vsk. Vantar þá bara vegginn...ég skal finna út úr því.
Og já, ef þið eruð orðin eins æst og ég þá fæst þetta í Hollandi, nánar tiltekið hjá hönnunarfyrirtæki sem kallar sig ixxi.
Svo kemur þetta í svona lítilli sætri pakkingu.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli