divider

divider

Fyrsta könglakrans tilraunin


Ég tók mig til fyrir nokkrum vikum og týndi heil ósköp af könglum. Ég varð fyrir örlitlum vonbrigðum þegar ég kom heim og áttaði mig á því þeir voru allir lokaðir. En ég var staðráðin í að nota þá engu að síður og dreifði úr þeim til að þurrka þá.
Tveimur dögum síðar voru þeir orðnir þurrir og búnir að venjast hlýjunni og litu út eins og könglar út úr búð. (það er t.d. hægt að kaupa köngla í Garðheimum)
Mig langaði að búa til krans, haust-, vetrar-, aðventukrans. Ég hefði eflaust getað tekið fleiri myndir í gerð kransins en ég fattaði það ekki fyrr en of seint. Hérna er ég að vefja afgangs garni utan um krans sem ég keypti í IKEA. Það tók langan tíma, en ég fór 2 umferðir til að gera þetta aðeins þykkara.
Svo kláraði ég að líma könglana á með límbyssu. Ég var byrjuð að líma þegar ég ákvað að vefja hann.
Svo kom ég honum fyrir upp á skáp í stofunni.
Ég er líka svona hrikalega sátt með útkomuna. Fyrsti kransinn tilbúinn. Með hugmyndir fyrir tvo aðra sem ég á eftir að koma í framkvæmd.

Þetta er meðal annars efniviðurinn í næstu hugmynd. Mun deila útkomunni seinna í vikunni.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli