divider

divider

Showpony textíll

Emma Henderson er skoskur vöruhönnuður. Hún fæst aðallega við textíl þessa dagana og hannar undir vörumerkinu Showpony.
Það sem hún hefur gert þykir mér skemmtilega skrítið (quirky) og uppfullt af húmor. Svo gengur hún líka út frá því að hafa þetta sem náttúruvænast.

Viskustykki, nafn með rentu.

Púðar fyrir dýravini, bakhliðin gefur þeim ennþá meiri karakter.

Þessir veskja-pokar eru bara æði. Gaman að versla í matinn með nokkra svona og spara plastið.

Hálsklúta-pokinn er ekki verri.

Litlar buddur, sem fara vel með budduna, sniðugt í jólapakkann til mín.
Hægt er að kaupa þetta bæði af síðunni hennar og á Etsy.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli