divider

divider

Welcome to the Jungle!

Welcome to the Jungle heitir þetta skemmtilega húsgagn hér fyrir neðan. 
Þetta er hilla, borð, stóll, bekkur eða bara hvað sem þú villt gera úr því :) 
Möguleikarnir eru endalausir.

Fallegt





Gleðilega páska!

 Megi páskahátíðin færa ykkur góðar stundir með ykkar nánustu og sykursæta rómantík :)



Heimreiðin.

Þetta er fallegt! 
En hrikalega spúkí!


Litla 9 mánaða dóttir mín er svo heppin að fá svona fallegan slaufu-smekk eftir hana Hlín Reykdal fyrir nokkrum dögum, eins og litla daman hér á myndinni skartar :)
Mun smekkurinn verða vígður á sunnudaginn næstkomandi í fermingarveislu og vænti ég þess að hún eigi eftir að verða stórglæsileg!  
Hverrar krónu virði skal ég segja ykkur... enda verðandi erfðagripur fyrir komandi kynslóðir :)

Hlín er fatahönnuður og selur vörur sínar í Kiosk á Laugarveginum.



StigINN!

Ef ég byggi mér sumarbústað einhverntímann (með svefnlofti) þá er þessi stigi settur á óskalistann!

Skemmtileg myndataka :)

Á efri myndinni horfið  þið beint framan á bossann á konunni sem er á neðri myndinni :) 
- stundum höfum við bara ekki hugmynd um hvað við erum að horfa á!


Frá þátíð yfir í nútíð!

Brennum vandan í burtu!


Þessi Icesave kerti eru helgarverkefni Björg í bú hönnunarstofu. 
Kertin eru sjálfshjálparkerti handa þreyttri þjóð og geirir fólki kleift að brenna bara vandann í burtu :) 

kertin eru í sölu um helgina í Kirsuberjatrénu og Melabúðinni.




DIY: Páskaföndrið í ár.

Lítið páskaegg með skilaboðum.

Gæti verið góð hugmynd til þess að segja hug sinn til einhvers...eða setja bónorðið inn í eggið :)
Eina sem til þarf eru:
Vatnslitir
Egg.
nál 
( til að stinga ágætis gat á eggið sitthvoru megin og blása út)
blað
penna 
og skæri.

Gangi ykkur vel :)




Ræðubindi


Þessi skemmtilegu bindi voru kynnt á hönnunarmarsinum. 
En það sem er svo skemmtilegt við þau er að þetta eru Ræðubindi! Þ.e. að það er hægt að kaupa bindið fyrir eitthvað sérstak tilefni með tilbúinni ræðu sem þú fyllir svo bara nöfnin inní.
Hægt er að fá ræður fyrir öll tækifæri s.s. Þakkar-ræðubinbi og Brúðkaups-ræðubindi og ýmislegt annað skemmtilegt :) 
Stefán Pétur Sólveigarson á heiðurinn af þessari hugmynd!

Nauðsynlegt að fjárfesta í svona bindi :)