divider

divider

Góðar hugmyndir

Eitt af því sem er nauðsynlegt í lífinu er HÚMOR! 

Þetta Volkswagen tjald er hægt að kaupa sér á netinu... hér!!!
Ekki slæmt að mæta með svona í útileguna... haha!
 Geggjaður húsbíll!


Þessa auglýsingu og blöðrurnar varð ég bara að deila með ykkur... :) 


Cuckoo!

"Langí" listinn minn minnkaði ÖRlítið núna fyrir Hvítasunnuhelgina þar sem að ég keypti afmælisgjöf handa manninum mínu þessa fallegu klukku! 
(já... handa manninum mínum...sem á allt... þannig að ég kaupi bara eitthvað sem mig langar í :) 
En kallinn varð voða glaður með þetta enda tekur klukkan sig alveg rosalega flott út í stofunni hjá okkur svona rauð og glæsileg :) 
Svona klukkur fást í búðinni Módern í sem er í Hlíðarsmára í Kópavogi :) 


DIY: LJósakróna

Þessi ljósakróna ætti ekki að vera mikið vandamál fyrir handlagna.

Það sem þarf er fullt fullt af metrum af fallegu glingri sem á að fara á (perlur eða annað) 
útiblómapottur líkt og sést hérna fyrir neðan
vír
perustæði
og rafmagnsvír.

svo er það bara að byrja tilraunina :) 






Rollur á beit!

Þetta er alveg minn smekkur! :) 
Bókahillan fyrir aftan er komin á óskalistann fyrir löngu... 
ég væri alveg til í að eiga nógu stóra stofu núna til þess að vera með tvær svona rollur á beit :) 



Útibíó!

 það er ekkert vitlaust að díla við nágrannann um að hafa einn gluggalausann vegg á húsinu hjá sér...
...svo getur maður bara haft kósýtime á svölunum úti yfir góðri mynd...svo lengi sem það er gott veður :)
Kannski bara raunhæft við miðbauginn einhversstaðar.

en góð hugmynd samt :)