divider

divider

Íslensk hönnun í barnaherbergið.

Ég er alltaf að betrumbæta og sjæna barnaherbergin...og stofuna...og hjónaherbergið...og eldhúsið... í huganum. En barnaherbergin hafa verið pínu uppáhalds hjá mér og þar getur maður alltaf á sig blómum bætt :) 

Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir og góðar hugmyndir fyrir barnaherbergið...og það sem skemmtilegast er, er að þetta er allt saman íslensk hönnun :) 

Þennan vegglímmiða hér fyrir neðan á Mosi Design heiðurinn af. 
Fallegt að hafa kvöldbæn fyrir ofan rúmið hjá litlu englunum okkar :) 
Þetta er komið á innkaupalistann minn... og ég skal bara segja ykkur það strax að þetta er til í Hrím á Akureyri...þær senda hvert á land sem er :) 


Þessir skemmtielgu vegglímmiðar eru frá Bimbi og koma líka í grænu og bláu. Ofsalega fallegir og skemmtilegir límmiðar sem hægt er að raða hvernig sem er og búa til sína eigin sögu :) 


Bimbi á líka heiðurinn af þessu hér fyrir neðan.. :) æði :) 


Vegghillan hér fyrir neðan er líka á óskalistanum hjá mér.. en hún er eftir Siggu Heimis og er til í Epal. 
Hún verður keypt þegar ég veit ekki hvað ég á að eyða peningum í næst :) haha... :) Yndisfögur. 


Þetta fatahengi hér fyrir neðan er líka fallegt í barnaherbergið...eða bara inn í anddyrið. Mjög fallegt og íslenskt og á rætur sínar að rekja í vísuna sem við þekkjum öll "Hani, krummi, hundur svín..." En eins og gefur að skilja þá má sjá þarna hest, mús og snjótittling.  Þetta er eftir hönnunarteymi sem fer undir nafninu Hár úr hala. Vel gert og skemmtilegt :) Fæst líka í Epal.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli