Þessi fallegu fuglahús hannaði Sigrún Einarsdóttir, vöruhönnuður. Hún útskrifaðist frá Parsons School of Design í París fyrir rúmum tuttugu árum.
Húsin eru úr postulíni og minna óneitanlega á egg. Eins og Sigrún segir á síðunni sinni, þá þola þau frost og funa.
Mig hefur alltaf langað að hlúa að fuglunum og reyni að gefa þeim á hverjum vetri. Mér reynist það samt oft erfitt, því ég hef ekki enn fundið góðan stað til að setja fóðrið á þar sem þeir vilja koma og borða það. Eini staðurinn sem ég á eftir að prófa er á miðjum grasblettinum. En þar sem það er mikið af köttum í hverfinu þá hef ég ekki gert það. Þessi hús væru kjörinn staður til að prófa að setja fóðrið í yfir veturinn. Ásamt því augljósa að skemmtilegt væri ef eitthvert fuglapar kæmi sér fyrir þar yfir sumartímann. Nú ef ekki, þá væri þetta samt fallegt, dinglandi í trjágrein eða á svölunum.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli