divider

divider

Skemmtileg motta á stofugólfið :)

Nú er þannig árferði að margir flytja inn í húsin sín ófullbúin. Oftast á eftir að setja gólfefni og hurðar hjá fólki og búa því margir við það að hafa bara steypt/flotað gólfið hrátt. Margir mála það en aðrir hafa það bara steingrátt. 
Persónulega finnst mér flotuð gólf ótrúlega töff og oft langar mig bara að rífa  gólfefnið af heima hjá mér og hafa grátt gólf...eða hvítmálað. 
En fyrir þá sem eru með tímabundið steypugólf þá er þetta hér fyrir neða skemmtileg hugmynd :) Gæti rokkað upp stofuna um nokkur level :) Og fyrst það er að koma hvort eð er einhverntímann bráðlega gólfefni...þá skiptir ekki máli þó að það sé málað smá á gólfið :) 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli