divider

divider

As We Grow

As We Grow er nýtt íslenskt merki sem framleiðir falleg, vönduð ullar barnaföt sem endast. 
Þær stöllur Guðrún Ragna, María og Gréta eru snillingarnir á bak við hönnunina, en þær segja að upphafið af þessu öllu hafi fæðst út frá lítilli sögu um peysu sem fór barna á milli og var allra mesta uppáhald allra barna sem notuðu peysuna í 9 ár...og peysan er enn í notkun. 

Akkurat í þessum rituðu orðum eru þær stöllur að kynna fatalínuna sína úti í Kaupmannahöfn á sýningunni CPH Kids. 
Vonandi gengur þeim allt í haginn úti og vonandi fá þær fullt að gera í framtíðinni því að þetta eru með þeim fallegustu ullarfötum sem hægt er að kaupa á börnin sín :) 

Mig hlakkar allavega til að sjá hvað þær eiga eftir að vaxa :) 







1 ummæli:

  1. Ofsalega fallegt, góðar litasamsetningar...

    Kv. Steinunn Eik

    SvaraEyða