divider

divider

Prettypegs

Ég bara get ekki annað en deilt þessu með ykkur :) 

Sænska fyrirtækið Prettypegs hefur nú hafið að framleiða ótrúlega fallegar húsgagna-lappir sem passa undir öll IKEA húsgögn!!:) Hversu mikil snilld er það?!? 
Það að fá nýjar fætur undir sófann, eða skenkinn í stofunni getur algjörlega breytt heildarlúkkinu í stofunni og jafnvel bara sett punktinn yfir I-ið :) 

Mér finnst þetta æði :) Er alveg skotin! 

Skemmtilegt frá því að segja að ef þú kaupir tvílitar viðarlappir frá PrettyPegs undir skenkinn þinn, og vasann Keilir (sjá fyrri færslu), eftir Guðrúnu Vald. þá er bara allt í stíl undir og uppá skenknum :) 
Engin ummæli:

Skrifa ummæli