Ég geri ráð fyrir að einhverjar sem lesa bloggið mitt ætli að gifta sig í sumar :)
Ég ætla að henda inn svona stundum og stundum einhverjum hugmyndum sem hægt er að framkvæma sjálfur fyrir brúðkaup, ódýrt og skemmtilegt :) - föndur sem má dúllast í á meðan veturinn ræður enn ríkjum :)
Hér má sjá falleg hjörtu sem má skreyta með.... og það sem þarf eru hjörtu sem klippt eru út úr fallegum pappír (eða fallegu tau-efni) og saumavél.
Í hvert hjarta þarf 4 hjörtu og best finnst mér að klippa bara öll hjörtun jafn stór til að byrja með, taka svo hjarta nr. 2 í "dúskinum" og minnka aðeins og svo koll af kolli með skærum. Svo notar maður hjörtun sem minnkuð voru sem skapalón fyrir fleiri hjörtu þannig að öll hjörtun verða eins í laginu.
Það má líka hafa 7 hjörtu í hverjum "dúsk". En þá eru höfð minni hjörtu báðu megin við stærsta hjartað og svo saumað saman í miðjunni.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli