Fyrir ykkur sem skreyta egg á páskunum þá er það nú bara hin fínasta hugmynd (og auðveld) að skreyta harðsoðin egg áður en þau verða borðuð :)
Smart að bjóða uppá falleg egg með hádegis eða morgunmatnum á páskadag :)
Þessi skemmtilegu og fallegu egg hér fyrir neðan eru harðsoðin, vafin inn í blúndu og blúndan fest með teygju. Því næst eru þau látin vera í heitu vatni með matarlit og ediki í sirka 15-20 mínútur með blúndunni utaná. því næst eru eggin látin þorna...gott er að stinga títuprjónum í pappa og leggja þau svo ofaná.
Martha okkar Stewart skýrir þetta allt saman mjög vel á video-upptöku sem má finna hér: Skreytum Egg
Videóið er á link þarna vinstra megin :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli