Ég tók mig til í gær og spreyjaði gamlan spegil.
Og þar sem ég elska rauðann þá fékk rauður að fara á spegilinn :)
Þessi blessaði spegill er búinn að vera að þvælast fyrir mér síðan ég flutti að heimann, en ég hafði hann í ugnlingaherberginu mínu :)
Hann er eldgamall og var brúnn og gyltur á litinn.
Því miður þá gleymdi ég að taka af honum "Fyrir" mynd...en þið bara ímyndið ykkur hvernig hann var ljótur og leiðinlegur á litinn :)
Nú rokkar hann upp símaborðið mitt ásamt sænskum hesti og Gljúfrabúanum.
(því miður fæst Gljúfrabúinn ekki í Epal... dóttir mín gerði hann :) )
Nú elska ég spegilinn aftur :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli