divider

divider

Sápukúlu-ljósakróna (Surface Tension Lamp) frá Front Design

Sænska hönnunargrúbban Front Design (mínar uppáhalds!) voru beðnar um að hanna ljós fyrir  fyrirtækið Booo, til þess að sýna á nýafstaðinni sýningu í Mílanó. 
Þær skvísur í Front hönnuðu þetta snilldar sápukúluljós. 
Surface Tension Lamp eins og ljósið er kallað hefur ekki neina krónu/skerm heldur býr það hana til sjálft jafn óðum með því að blása út röð af sápukúlum endalaust þangað til þær springa og þá byrjar ljósið uppá nýtt. Þannig að ljósið skiptir endalaust um lögun og er aldrei eins. 
Sápukúlurnar lýsast fallega upp með LED peru sem endist í 50,000 klukkustundir :) 

Þetta er bara flott! 
Tékkið á videóinu! - þetta er rosalegt!







Engin ummæli:

Skrifa ummæli