divider

divider

Púða-ást

Ég er alveg að fara hamförum í sumarfríinu mínu og kaupi bara og kaupi!
Ég má ekki detta til RVK öðruvísi en að koma með eitthvað fallegt heim :)
En... afþví að ég er ekki að kaupa mér föt, þá má þetta svosem alveg :) 
En ég keypti mér semsagt NotKnot púða!!! VEI!!! 
Ég er búin að horfa á þá lengi og alltaf ætlað að kaupa en aldrei lagt í það að eyða peningunum í hann...en svo fór ég Laugavegsrúnt með vinkonu sem að hafði svona góð áhrif á mig þegar ég fór inn í Hrím. Púðinn var keyptur og allir eru glaðir :) 
Minn púði er eins og þessi grái, en rauður á litinn :) 
Elsk'ann!!
2 ummæli:

  1. Veit ekki hvort ég sé að segja e-ð sem ekki má, en sú sem hannar þessa púða er með vinnustofu fyrir ofan Hrím og selur þá oggupons ódýrari :) Bara að senda henni póst á facebook uppá að hitta á hana...

    KR

    SvaraEyða
  2. Var þessi vinkona kannski Beta? ;)
    -Hildur húsó

    SvaraEyða