divider

divider

Gamalt og gott

Ég verð víst að viðurkenna að ég er svolítill sökker fyrir fallegum gömlum hlutum...í bland við nýtt og klassíska hönnun... elska allt sem er fallegt má eiginlega bara segja :) 
Ég fer því reglulega í antik verslanir og læt mig dreyma. Oftast verður  Fríða frænka og Hús Fiðrildanna fyrir valinu, en þar er hægt að fá ótrúlega fallega hluti á sanngjörnu verði :) 

Á myndinni hérna fyrir neðan má sjá brot af því sem ég hef sankað að mér og má kallast verðmti. 
Græna kannan og glasið (á 4 glös...vantar 2 ef einhver veit um??) var erfðagripur frá langömmu minni. Bollinn fallegi kemur af flóamarkaði í Edinborg, en vinkona mín var svo góð að kaupa nokkra handa mér :) Diskinn bleika og fallega fékk ég svo í Húsi Fiðrildanna.  Ég mæli endilega með að þið kíkið þangað.  Þar er hægt að fá fallega hluti fyrir heimilið, vintage föt, töskur og skó fyrir sanngjarnt verð. Engin ummæli:

Skrifa ummæli