divider

divider

Origami - Ljós

Nú þegar farið er að dimma svolítið á kvöldin og allir farnir að hafa ljósin kveikt aftur...og kertaljós og rómantíkin komin á kreik, þá er nú kominn tími á blogg í þeim dúrnum :) 

Ég gerði þetta ljós í vor/sumar til þess að fela rússann sem hangir enn inní svefnherberginu hjá mér (rafvirkinn eitthvað að skrópa á þessu heimili). En ljósið gerði ég úr fallegum afmælispappír og gerði úr honum origami Trönur, þann fallega fugl. 
Ekkert mál fyrir Jón Pál, skal ég segja ykkur!
Svo koma svo fallegar skuggamyndir á veggina...sem er nú ekki verra :) 

það sem þarf er: 
Girni/band að eigin vali. 
Hring úr jánir, áli eða einhverju sniðugu til þess að hengja á. 
afmælispappírinn eða origami-pappír.
hugmyndaflugið :) 


Ég elska svolítið Origami :) Engin ummæli:

Skrifa ummæli