divider

divider

New York II - að vera túristi (varúð! langt blogg!)

New York er STÓRBROTIN borg! 
Maður getur séð allt það fallegasta og allt það ljótasta...:) 
Í raun mætti kalla þessa borg "Höfuðborg heimsins", því þar má finna fólk allstaðar að úr heiminum og aðeins lítil prósenta fólksins sem býr þarna er í raun og veru fætt og uppalið þarna.  Nánast ALLIR eru aðfluttir. Og því er líka hægt að finna allskonar kúltúr í borginni. 
Við Hilmar fórum með túristarútu um alla borgina og kíktum meðal annars í China Town, sem var ekkert sérstaklega spennandi...nema kannski allt í lagi að fara í miðbæinn þar, held samt að maður geti alveg bara keyrt þar í gegn og ekkert að vera að eyða stuttum tíma sínum í NY þar. Svo var það Soho, Greenwich village, West village - þar sem mikið eru um góða veitingastaði, Little Italy - sem er pínu frat... ekki góður ítalskur matur þar, 34th street og 5th Av. Central Park og ég veit ekki hvað og hvað. 

Hér koma nokkrar myndir úr ferðinni og smá útskýringar með :) 



(Fyrir ofan) Þarna má sjá hina frægu byggingu Flatiron building, en byggingin var hinn fyrsti skýjakljúfur New York borgar. Turninn var byggður 1902 og telur 22 hæðir. 
(fyrir neðan) Þarna má sjá sjálfa mig við minningarreitinn á Ground Zero. - Ground Zero Memorial. Það var ótrúlega mikil öryggisgæsla sem þurfti að fara í gegnum til þess að komast inn í Memorial garðinn til þess að sjá þessa tvo fossa sem eru staðsettir þar sem turnarnir voru. En voða friðsamlegt og fallegt þarna. Mæli þó með því að þeir sem ætla að fara þarna að skoða, fari fyrst í Tribute center sem er safn tileinkað þeim sem dóu og komust lífs af í þessum dularfullu atburðum sem gerðust 9/11. Safnið er staðsett rétt hinu megin við götuna þar sem maður fer inn í minningarreitinn (eða þar sem að röðin byrjar). 




Við ákváðum að sjá Frelsisstyttuna sjálfa og keyptum okkur miða í ferju sem fer hringinn í kringum styttuna. Við komumst reyndar aldrei í þá siglingu því á leiðinni að bryggjunni þurftum við að ganga framhjá þyrluvelli þar sem flogið er með túrista í þyrlum yfir borgina... við slógum um okkur og ákváðum að skella okkur fyrst í þyrluflugið. Við tókum lengsta flugið, 25 mínútur. Það var voðalega gaman... flugum yfir alla Manhattan og meðfram Hudson river til baka... en á leiðinni til baka varð ég ógeðslega flugveik...sjitt! (afsakið málfarið) Þannig að þegar við komum úr þyrlufluginu, þá var ég orðin alveg græn og vildi alls ekki fara í siglingu líka...svo við eigum ónotaða miða í siglingu í kringum Lady Liberty. :) 




séð frá þyrlunni. Lady Liberty og Yankee Statium



Við skötuhjúin leigðum okkur hjól og hjóluðum allann Central Park. Þetta er ekkert neitt lítill rúntur og við reiknuðum með 2 klukkutímum í rúntinn. En við vorum í 4 klst. Takk fyrir. Reyndar með smá stoppi á æðislegum veitingastað í miðjum garðinum sem heitir Boathouse Restaurante (ég er með veitingastaðinn fyrir aftan mig á myndinni hér fyrir ofan). Rosalega góður matur, æðisleg stemmning og frábær upplifun. Við þurftum að bíða svolítið eftir borðinu en það var alveg þess virði, við styttum stundir okkar bara með smá kokteil-drykkju á meðan. :) 
Mæli hiklaust með staðnum!



Mr. Handsome í Central Park. 
Á myndinni fyrir ofan má sjá manninn minn fína og svo aðeins til hliðar við hann eru  falleg brúðhjón í brúðkaupsmyndatöku...en við hjóluðum framhjá 2 hjónavígslum og 2 brúðkaupsmyndatökum á meðan við fórum þarna um. 



Við kíktum líka inn í Apple búðina á 59th st. 5th av. og það var aldeilis sjón að sjá. 
Hér fyrir ofan sjáið þið mynd af búðinni eins og hún lítur út utanfrá. Gler-teningur með Apple merkinu í miðjuni... ekkert annað að sjá... Svo þegar maður kemur inn um dyrnar gengur maður strax niður stiga. Búðin er í raun undir allri þessari stétt sem er í kringum gler-teninginn. 
Það var TRYLLT að gera þarna. RUGL að gera!  
Ég tók eina mynd yfir búðina á meðan við vorum "að bíða" eftir aðstoð... en svo gáfumst við bara upp og löbbuðum um og skoðuðum allt tryllta fólkið sem var æst í að versla þarna. 
Mjög áhugaverð upplifun...þar sem að það eru mesta lagi 3 aðrir að versla í Apple búðinni hér heima þegar maður er að versla...haha! :) 




Times Square er líka heil saga útaf fyrir sig.
Okkur fannst löggubíllinn fyndinn :)
Við hittum Elmo og cookie monster
Borðuðum á Hard Rock Café, fengum dauða moskító með frönskunum og kaldann mat (sem í raun átti a vera heitur), hittum yfirmanninn þar sem leit út eins bresk rokkstjarna frá 9. áratugnum. :) Áhugavert allt saman. Það var geðveikt mikið að ljósum, geðveikt mikið af fólki og risastórar búðir. Kíktum inn í t.d. Toy's R Us til þess að finna eitthvað fallegt handa dætrum okkar, það var áhugavert.
Allt mjög ýkt.
Sáum The Naked Cowboy 2 - en orginallinn var ekki á staðnum.





 Svo var það að sjálfsögðu Empire State þar sem þetta fallega útsýni beið okkar. Það var rosalega gaman að skoða borgina þaðan, því Empire State er svo miðsvæðis að maður nær svo vel að sjá allt þetta fallega og skemmtilega svona ofanfrá. Okkur fannst líka mjög áhugavert, þar sem að borgin er mjög hávaðasöm niðri á jörðinni, en uppí Empire fannst okkur hljóðin frá borgin bara frekar róandi, eins og hljóð frá vatnsfossi. - mjög fallegt. :)


Að sjálfsögðu sáum við helling í viðbót og fórum á fallega og skemmtilega staði að borða. 
Maturinn fær sér umfjöllun...en stutta umfjöllun...ég lofa :) 


3 ummæli:

  1. Sniðugt hjá þér að setja inn svona færslu! Endilega koma með veitingastaði :-)
    knús DD

    SvaraEyða
  2. Ég fer loksins til NY í lok ársins :) Ætla að vera þar um áramótin!!! Endilega póstaðu meira, gaman að vita hvert maður á að fara (og hverju maður getur alveg eins sleppt).

    SvaraEyða
  3. Frábært Guðrún...

    SvaraEyða