divider

divider

16 dagar til jóla - Piparkökur sem skraut


Það er eitthvað svo yndislegt að sitja inni með jólaseríur og kertaljós sem lýsa upp skammdegið. Ennþá betra er að maula á piparkökum með kaldri mjólk.
Ég hef ekki ennþá lagt í að gera sjálf piparkökur. Það mun eflaust breytast þegar maður hefur litla fingur til að aðstoða sig í að skera út. Hingað til hef ég keypt tilbúnar piparkökur, keypti meira að segja nýja pakkningu í dag.
Hérna eru nokkrar hugmyndir fyrir þá sem vilja auka fjölbreytni í skrautinu hjá sér.


Sniðugt að skella í tvöfalda uppskrift, önnur fer í munninn og hin endar sem listaverk eftir börnin.
Aðalatriðið er að muna að setja göt í degið svo hægt sé að hengja skrautið upp.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli