divider

divider

18. dagar til jóla - Jólatré á auða veggi.

Það er alltaf svo gaman að skreyta fyrir jólin :) 
Ég er með einn auðann vegg heima hjá mér sem ég er enn að ákveða hvað ég vil hafa á (og þetta eru samt 4. jólin okkar í þessu húsi). Á hverju ári hef ég þó skreytt veginn eitthvað smá fyrir jólin með einhverju ódýru sem til er hérna heima. Við Nína Dögg, dóttir mín, hjálpumst alltaf að, að skreyta vegginn og er hún iðulega mjög áhugasöm :) 

(Fyrir neðan) Fyrstu 2 jólin okkar á Garðabrautinni vorum við með eins skraut á veggnum. Þá notaði ég jólakúlur og kennaratyggjó og við mynduðum jólatré með jólakúlunum. - Myndin er tekin á okkar 1. jólum en þá var húsið nánast tómt, enda vorum við ný flutt inn. Nú er þessi veggur sem jólatréið er á fullur af fallegu skrauti og bara 1 veggur sem eftir á að skipuleggja núna :) Ég á því miðiur enga betri mynd af jólakúlujólatrjánum. 

Jólin 2009 og 2010 voru sett upp jólakúlutré. 


Jólin 2011
(Fyrir neðan) Rafmagnslímbönd notuð til þess að skreyta vegginn þetta árið. 
Nína Dögg perlaði stjörnuna og perlaði svo allskonar skraut á tréið allann desembermánuð og skreytti það. Því miður ekki til nógu góð mynd af loka niðurstöðunni því það var lítil skotta sem var alltaf að tæta í trénu.


Jólin 2012
 (Fyrir neðan) Jólatré/jóladagatal.  
Við Nína hjálpuðumst að að líma með límbandi (fæst í Ikea, 3 saman í pakka) 
En Nína Dögg sá svo um að skreyta tréið með hjörtum sem fást í Söstrene Grene. Á hjörtunum eru tölustafir og í pakkanum eru 24 hjörtu. 


(Fyrir neðan) Á leikskólanum hennar Heklu Dísar (2 ára) má svo finna þetta fallega jólatré hangandi uppá vegg. 
Greinar sem hanga hver neðan úr annarri, sería þrædd á milli og svo bjuggu börnin til fallegt skraut á tréið til að skreyta :) 
Finnst ykkur þetta ekki fallegt?


(Fyrir neðan) Hér er svo ein hugmynd að jólatré sem má skella upp á 0/1 sek. Það má hafa í hvaða lit sem er. 
Væri jafnvel hægt að leyfa börnum að skreyta pappírinn...eða ekki :) 
Skemmtileg hugmynd. Og ódýr :) 
5 ummæli:

 1. Virkilega flott tréð á leikskólanum!

  SvaraEyða
 2. úúú mér finst jólakúlu jólatréð mega extra sætt, en er enginn að hugsa um að gefa hundgreyjunum góðan jólamat?? þeim langar svo rooosalega mikið ;)


  en mér finst samt neðsta tréð vera soldið svona piparsveina grinch sem ögrar mömmu sinni og setur upp eitt jólaskraut af því að hún er búin að vera að suða og suða og suða.

  SvaraEyða
  Svör
  1. Hehe... hundarnir fengu að sitja uppá stól á meðan á myndatöku stóð og þær gátu enganvegin verið kyrrar þar sem mikið var um kræsingar uppá borði...Þær voru örugglega búnar að fá steikina sína á diskinn sinn...þær eru bara svo gráðugar.

   Mér finnst neðsta jólatréð pínu töff :)

   Eyða
 3. Mér finnst tréið í leikskólanum hennar Heklu Dísar ofsalega fallegt. Hvernig festu þau greinarnar?
  En annars ótrúlega skemmtileg hugmynd hjá þér Guðrún :)

  Kveðja
  Guðrún Björk

  SvaraEyða
  Svör
  1. Greinarnar eru festar með girni uppí loft (skólastofuloft sem auðvelt er að festa í) Það þarf annars að hafa krók í loftinu líklega.... :/

   Eyða