divider

divider

Þorláksmessa

Þorláksmessa er nú að kvöldi komin og jólastressið læðist inn hjá mér. Það eru nokkrar gjafir sem á eftir að pakka inn á þessu heimili, smá skúrerí eftir og ein hilla sem eftir er að þurrka af. Svo þarf ég að dunda í jólaísnum í kvöld... betra er seint en aldrei ;)  
Ég henti inn nokkrum jólamyndum frá desembermánuði sem teknar eru allar hérna heima hjá mér. 


(Fyrir ofan) Nína Dögg dóttir mín kom heim með þennan Grýlu-staf. Hún var frekar upp með sér að hafa fundið hann...en líka pínu hrædd um að Grýla ætti hann í alvöru ;)  - Við ákváðum þó að skreyta stafinn með seríu og hafa hann í stofunni uppá punt. Kemur voðalega fallega út :) 
(Fyrir neðan) Litlar jólastelpur komnar í sitt fínasta jóladress að leika saman. Þetta eru þær Hafrún Alla og Hekla Dís vinkonur ;) 


(Fyrir neðan) Jólakokteill Galito. En þessi kokteill ber nafnið JólaMagnús og bragðast alveg einstaklega vel. Einfaldlega Jól í glasi þarna á ferð! 
Kokteillinn vann í kokteilakeppni barþjóna nú í haust og fór nú rétt fyrir jól í keppni erlendis. 
Svakalega góður hann JólaMagnús - mæli með að þið prufið!



Piparkökuskreytingardagar fylgja desembermánuði. 
Hér fyrir ofan og neðan má sjá afrakstur dætra minna :) 



Jólatréð er komið upp og prýðir stofuna með ljóma og nú dúlla ég í að pakka inn fyrir gjöfunum til ættingja og vina ;) 


♥ Njótið lífsins og eigið góðan dag með ykkar bestustu 

Engin ummæli:

Skrifa ummæli