divider

divider

Forget Me Knot by Sruli Recht

Ég bara verð að segja ykkur frá nýjustu íslensku hönnuninni sem er á allra vörum þessa dagana. 
Sruli Recht hannaði þennan einstaka hring. Hringurinn er einstakur þar sem hann er búinn til úr 24 karata gulli og mannshúð. Húðin var tekin af maga Sruli og fékk hann í lið með sér lýtalækni til þess að fjarlægja húðina, en hérna má sjá video-upptöku af aðgerðinni. Húðin af maga Sruli var síðan unnin eins og leður er unnið... sútuð og svo sett utanum 24 karötin. 

Ég get ekki annað en sagt að hringurinn veki hjá mér örlítinn hroll enda ekki á hverjum degi sem maður sér skartgripi úr mannshúð. En um leið fær hönnunin mann til þess að hugsa um þá staðreynd að okkur þykir ekkert ógeðslegt að nota húð annarra dýra í skart, föt, töskur og skó... hversvegna er það þá ógeðslegra þegar notuð er mannshúð?  
...það er það samt pínu...

Hringurinn verður einn sinnar tegundar en er hluti af haust og vetrar línu Sruli fyrir árið 2013/14. 
Hægt er að eignast hringinn fyrir litlar 60 milljónir eða 350.000 evrur. 
2 ummæli:

  1. ókey þetta er það ógeðslegasta sem ég hef heyrt !

    Karí

    SvaraEyða
  2. jesús, mér fanst þetta ekki hljóma neitt svo hræðilega, en myndin er bara ógeð. Held að hárin séu aðallega að creepa mig mest samt :S

    SvaraEyða