divider

divider

Heimagerð hollustusósa.


Ég verð bara að deila með ykkur þessari góðu sósu sem ég bjó til uppúr sjálfri mér um helgina. 
Ég setti saman í töfrasprotann minn:
 1 litla dollu af kotasælu, 
2 stórar lúkur af spínati,
 2 hvítlauksgeira 
og smávegis gúrkur. 
Þetta mixaði ég saman á núlleinni og hafði með Lasagne sem ég var með í matinn. Sósan var bara mjög góð...svo er hún líka svo holl. En það má líka alveg minnka hvítlaukinn í þessu ef fólk vill ekki mikið hvítlauksbragð. 
Í gær grillaði ég og hafði sósuna út á grillkartöflurnar....mmmm
Í dag gerði ég svo kjúklingapastarétt og ég steikti kjúllann uppúr þessari góðu sósu...mmmmmm.
Hún er einfaldlega bara góð með öllu! 
3 ummæli:

  1. Mmm girnó, maukast kotasælan alveg eða verður hún svona chunky?

    SvaraEyða
  2. held að það fari bara eftir því hvað þú mixar mikið... en mér fannst hún maukast nánast alveg.

    SvaraEyða