divider

divider

Nýtt uppáhalds

Ég varð þrítug í lok síðasta árs og fékk ágætis upphæð í peningum í afmælisgjöf. 
Ég fór strax eftir jólin og ætlaði að kaupa mér Eames ruggustólinn fyrir peninginn, en þá var auðvitað allt uppselt. Allir Eames stólar í öllum tegundum og öllum litum voru uppseldir... nema einhverjir tveir stólar...sem mig langaði ekki í. Talandi um vinsælustu gjöf síðasta árs! (var ekki kreppa?)
Svo einn daginn hringdi í mig vinkona og sagði mér að stólarnir væru komnir aftur og það á enn betra tilboði en þeir voru á um jólin! - mér fannst það ekki leiðinlegt ;) 
Ég sendi bóndann í Pennann þegar hann átti leið til Reykjavíkur og sagði honum að hann mætti velja lit (en greyið hann fær aldrei að ráða neinu á þessu heimili... svo hann mátti velja lit). Hann kom heim með  gulgrænann stól. Mjög fallegann. 
Mikið er ég skotin í honum! Svo er púðinn bara of flottur í stólnum... dáldið alvöru! ;) 

Nýja uppáhalds mublan mín. Elska hann!


4 ummæli:

  1. Flottur stóll kemur virkilega vel út með þessum púða :)
    Kveja stína

    SvaraEyða
  2. Vá öfund! Æðislegir litir saman

    SvaraEyða