divider

divider

Páskaföndur


Jæja... er ekki kominn tími á að blogga? - Skólinn hefur verið að ganga frá mér síðustu vikurnar en þetta er að verða búið ;) - í dag klára ég vonandi verkefnavinnu sem hefur verið að fara með mig.

Páskarnir eru svo á næsta leyti. Þá er nú um að gera að fara að föndra með börnunum er það ekki? 

Hér fyrir neðan eru eggin lituð með matarlit sem settur er í vatn. Skurnin dregur í sig litinn. 
En það tekur reyndar svolítið langann tíma að lita skurnina svona með matarlit. 
Það má líka nota eitthvað annað. 

en svo er það gyllingin.
Ég hef reyndar ekki prufað þetta sjálf en ég er nokkuð viss um að þarna sé notaður pappír líkt og oft er notaður til þess að pakka inn gjöfum. Fæst í Eymundsson og blómabúðum.

2 ummæli:

  1. Þessi ummæli hafa verið fjarlægð af höfundi.

    SvaraEyða
  2. Það er líka hægt að fá svona blaðgyllingu í Söstrene Grene - er örugglega sniðugt að nota svoleiðis :)

    SvaraEyða