divider

divider

Hönnunarmars - Anna Þórunn.

Anna Þórunn kynnti til leiks nokkrar nýjar vörur á hönnunarmarsinum en hún sýndi vörur sínar bæði í Epal og á Samsuðu sýningunni í Hörpu. Vörur Önnu eru vandaðar og fallegar og síðast en ekki síst mjög eigulegar. 


70%  Borð eftir Önnu Þórunni sem minnir óneitanlega á súkkulaðiplötu. Þetta er lítið borð en það er reyndar fáanlegt í tveimur stærðum. Borðið er unnið til minningar um gömlu súkkulaðiverksmiðjuna í miðbænunm og fær mann til þess að hugsa um anganinn frá súkkulaðiframleiðslunni sem lagðist yfir bæinn þannig að dísæt lyktin var í loftinu sem manni langaði til að bragða á. Súkkulaðiplatan er bæði fallegt og virðulegt form sem höfðar til bragðlaukanna en ekki síður til fegðurðarskyns okkar. 
Sunrise Bakkinn hér að ofan er fallegur viðarbakki með lituðum botni unnin úr formum sem við öll þekkjum. 

Metamorphosis / Hamskipti er hirsla ætluð á vegg fyrir létta hluti. Hirslan er unnin út frá hreistri fiska og er sameiginleg hönnun þeirra Önnu Þórunnar og Ingibjargar Hönnu. 


Engin ummæli:

Skrifa ummæli