divider

divider

Hönnunarmars - Krukka

Eitt af því áhugaverðasta sem ég sá á hönnunarmarsinum þetta árið voru vörurnar frá Krukku. 
Hjónin Linda Mjöll og Daníel Hjörtur eru á bak við hönnunina en hver hlutur er unnin úr mörgum hlutum sem týnast til héðan og þaðan. Daníel sagði mér að tilkoma varanna hafi fyrst og fremst verið fjárskortur til þess að kaupa það sem vantaði. Því fóru þau hjónin að vinna saman að því að smíða það sem þeim vantaði úr efni sem hafði fallið til héðan og þaðan. Úkoman er dálítið röff en ótúlega falleg húsgögn. Sjálfbærnin skín þarna alveg í gegn og það sem er fallegast að mínu mati er að hver hlutur hefur að geyma margar sögur því hver einasta spýta sem notuð er hefur að geyma sögu frá fyrra lífi og fyrra notagildi. 
Hægt er að kaupa kollinn á hjólunum sem sést hér á fyrstu myndinni fyrir neðan í Aurum í Bankastræti. 








Engin ummæli:

Skrifa ummæli