divider

divider

HönnunarMars II

Björg í bú sýnir á Samsuðu - sýningu vöruhönnuða í Hörpunni um helgina. 
Þær stöllur í Björg í Bú, Edda og Helga, eru þar að sýna Bú-hitaplatta og svo kerti sem þær kalla "Kemur í ljós". En þegar kveikt er á kertinu og það hefur brunnið örlítið niður kemur í ljós setning. Skilaboð frá einhverjum. Kertin hafa mismunandi skilaboð og eru kannski góð hugmynd fyrir feimið fólk að koma skilaboðum sínum til sinna nánustu. Þarna var m.a. kerti með silaboðunum "Ég er gay", "Ég er ólétt", "Viltu giftast mér" og "Fyrirgefðu" svo eitthvað sé nefnt.
Videoupptakan hér fyrir neðan er af einu slíku kerti og sýnir hvernig skilaboðin koma í ljós í kertinu. 
Skemmtileg hugmynd.
Engin ummæli:

Skrifa ummæli