Aðalheiður Eysteinsdóttir er ein af mínum uppáhalds listakonum/listamönnum. Af verkum hennar og myndum að dæma þá er hún greinilega algjör kjarna kona.
Aðalheiður vinnur aðallega í við og smíðar saman verk sín á skemmtilegan, líflegan hátt. Vinnustofa og heimili Aðalheiðar er staðsett í Freyjulundi í Arnarneshreppinum rétt við Akureyri og mig dreymir um að heimsækja hana þangað og fá aðeins að skoða vinnustofuna og kannski kaupa mér fallegt verk eftir hana. Það er eiginlega ótrúlegt hvað hún nær líkamsstellingum manna og dýra vel.
Veistu hvort það sé hægt að nálgast vörurnar hennar í Reykjavík? Er svolítið skotin í krummanum :)
SvaraEyðaþví miður er ég ekki klár á því. Epal finnst mér líklegt... en ég er því miður ekki viss.
Eyða