divider

divider

DIY: Cake Pops
Í mastersnámi mínu í listaháskólanum er ég að læra listkennslufræði. 
Í vikunni fékk ég það verkefni í skólanum að kenna eitthvað í gegnum ljósmyndir. Þ.e. myndirnar eiga að segja öll orðin og skrifaður texti á að vera óþarfur. Ég ákvað að kenna að búa til Cake Pops og notaði eldhúsborðið mitt sem ljósmyndastudíó. Í leiðinni var ég mikið að læra á nýju Nikon vélina mína sem ég keypti mér fyrir jólin. Ég tel mig hafa náð að útskýra þetta ágætlega í 19 skrefum (þó það vanti inn í að gott er að frysta kökupinnana áður en súkkulaðið er sett utanum, en ég ákvað að vera ekkert að flækja málin of mikið fyrir kennarann... - fyrir ykkur hin tek ég það fram í texta). 
Þegar maður byrjar aðgerðina þá er maður búinn að baka kökuna.

Náið þið þessu með því að horfa bara á myndirnar?


Hér er gott að setja pinnana í frysti í um klukkustund áður en haldið er áfram.


3 ummæli:

  1. Prófa þetta á næstunni :)

    SvaraEyða
  2. Hef ekki þorað þessu - ekkert mál eftir að hafa skoðað þetta!
    kv. Svandís

    SvaraEyða