Ég hef lengi haldið upp á Moth ljósin frá Hollenska hönnunarteyminu Studio Snowpuppe. Mér þykja þau hreint út sagt æðisleg. Litirnir og formið á þeim höfða einstaklega mikið til mín.
Verði þið ekki æst í þau líka?
Þau fást meira að segja á Íslandi, í netversluninni KRÚNK. Mér skilst að Krúnk verði á Glæsimarkaðnum um helgina. Mikið sem mig langar að fara og kíkja, kannski maður láti verða af því.
Þetta er úr nýjustu línunni þeirra, ég á eiginlega ekki orð yfir hvað mér þykir þetta flott.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli