divider

divider

Yellena James

Ég var í einni af skoðunarferðum mínum um Etsy þegar ég rakst á þetta.
Yellena James er bandarísk myndlistakona. Ég er alveg heilluð af grafíkinni hennar og væri meira en til í að fegra veggi heimilsins með verkunum hennar. Hér er smá sýnishorn úr etsy búðinni hennar.




Þetta eru svo undarlega töfrandi myndir. Minna mig á blóm, kóral og annan neðansjávargróður en á sama tíma líka eitthvað úr öðrum heimi.




Það er alveg hægt að segja að hún sé búin að "meika" það. Hún hefur hannað snjóbretti fyrir K2, tölvumús fyrir Microsoft, snyrtivörulínu fyrir Crabtree & Evelyn, klút fyrir Anthropologie svo eitthvað sé nefnt. Meira er hægt að sjá hér.






Engin ummæli:

Skrifa ummæli