Bangsarnir, skýin og stjörnurnar eru saumaðar af Silju Kristjánsdóttur, sem er textílmenntuð.
Stjarnan er spiladós, með hnappi innan í.
Skýin eru líka spiladósir, sem spila þegar þú tosar í spotta sem dinglar á meðal þæfðu marglitu "regndropana".
Hér eru svo hinar upphaflegu Náttuglur. Einstakir bangsar en enginn þeirra er eins og annar. Kúrudýr með meiru. Litlir puttar hafa gaman af því að þreifa á eyrunum og miðunum. Svo er líka bjalla innan í þeim, sem hringlar í, eins og lítið bangsahjarta.
Ef þetta eru ekki hinar fullkomnu sængur- og skírnargjafir, þá veit ég ekki hvað.
Ekta íslenskt, enda hægt að fá þær á nokkrum góðum stöðum, Ígló, Beroma/Fiðrildinu, Hótel Ísafirði, Safnbúð Listasafns Íslands, Around Iceland, Hrím og Made in Iceland.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli