divider

divider

Náttuglur

Ég er alveg hugfangin af handunnu barnavörunum undir merkinu Náttuglur.
Bangsarnir, skýin og stjörnurnar eru saumaðar af Silju Kristjánsdóttur, sem er textílmenntuð.

Stjarnan er spiladós, með hnappi innan í.

Skýin eru líka spiladósir, sem spila þegar þú tosar í spotta sem dinglar á meðal þæfðu marglitu "regndropana".



Hér eru svo hinar upphaflegu Náttuglur. Einstakir bangsar en enginn þeirra er eins og annar. Kúrudýr með meiru. Litlir puttar hafa gaman af því að þreifa á eyrunum og miðunum. Svo er líka bjalla innan í þeim, sem hringlar í, eins og lítið bangsahjarta.


Ef þetta eru ekki hinar fullkomnu sængur- og skírnargjafir, þá veit ég ekki hvað.
Ekta íslenskt, enda hægt að fá þær á nokkrum góðum stöðum, Ígló, Beroma/Fiðrildinu, Hótel Ísafirði, Safnbúð Listasafns Íslands, Around Iceland, Hrím og Made in Iceland.

Engin ummæli:

Skrifa ummæli