Mér þykir svo auðvelt að gleyma mér inn á hinni margumtöluðu Etsy -sölusíðu. Í þetta skipti var ég að láta hugann reika um óróa í barnaherbergið. Hugmyndirnar og úrvalið er svo mikið að ég fer í marga hringi. Fæ hugmynd sem mig langar að útfæra sjálf, skoða svo aðeins meira og hugmyndin breytist, svo gleymi ég mér aðeins of lengi og myndin sem ég hafði í huganum er horfin, eða bara ekkert svo sniðug lengur.
Hérna eru nokkrir óróar.
Svo á maður bara að láta verða af því að kaupa einhvern sem manni líst vel á. Hversu lengi á maður að komast upp með það að segja "ég get alveg gert svona sjálf"?
Það mætti halda að ég væri á prósentum hjá þessari síðu (Etsy) en svo er ekki. Mér þykir hún bara svo einstaklega sniðug.
Engin ummæli:
Skrifa ummæli