divider

divider

Brúðkaup - föndur og gleði

Um helgina síðastliðna var mín bestasta að gifta sig. Við ákváðum að föndra og gera fallegan bakgrunn fyrir myndatökur fyrir veisluna. Við tókum einn eftirmiðdag þrjár saman og gerðum "nokkrar" fallegar pappírs-skífur. Á föstudaginn setti ég svo bakgrunninn upp á vegg í veislusalnum en ætlunin var að taka myndir af öllum veislugestunum þarna við vegginn fyrir gestabókina. 
Ég get ekki annað sagt en að þetta hafi komið rosalega fallega út.Föndur og nammi.Fyrir ofan:  Veggurinn tilbúinn
Fyrir neðan: ég lengst til vinstri, brúðurin hún Marín og Inga Birna...mínar allra bestustu. 


Fyrir utan veislusalinn var að finna lúpínur út um allt. 
Ég bjó til fallegt hjarta úr lúpínublómunum í grasið fyrir utan... það kom bara nokkuð fallega út. 


1 ummæli: