Síðastliðinn þriðjudag fór ég ásamt skemmtilegum skvísum á námskeið hjá Salt Eldhús. Við lærðum þar hjá henni Auði í Salt að gera franskar makkarónur sem samkvæmt Auði eru mikil vísindi. Að baka franskar makkarónur er ansi flókin iðja og nauðsynlegt að fara vel eftir uppskrift þegar bakað er. En það sem skiptir ekki minna máli er rakastig í loftslaginu og því er nær ómögulegt að baka makkarónur ef það er rigning úti.
Þegar komið er inn í eldhúsið hennar Auðar, Salt eldhús, þá verður maður einfaldlega bara hamingjusamari. Vel stíliserað eldhúsið fær mann til þess að líða eins og maður sé allt í einu kominn inn í einhverja skemmtilega bíómynd. Litavalið í eldhúsinu og öll smáatriði eru svo falleg að fólk eins og ég nær næstum ekkert að hlusta á það sem Auður segir á bakvið kennaraborðið. Athyglin fer alltaf á fellegu hlutina og vel samsett eldhúsið. Hvert einasta smáatriði er vel út hugsað og ekki mátti finna eitt einasta stílbrot. Bara fallgur skandinavískur sveitastíll eins og hann gerist bestur með vott af frönskum sveitastíl í bland.
Auður hefur mikið unnið sem stílisti og heldur úti síðunni Tilefni.is ásamt því að reka Salt eldhús og fara út um allan heim á námskeið í matargerð. Auður býður uppá fjölbreytt námskeið í matargerð og hefur bæði haldið námskeið fyrir lokaða hópa sem og opin námskeið.
Það má með sanni segja að Auður sé einhversskonar Nigella okkar íslendinga ;)
Ég er allavega nokkuð viss um að ég eigi eftir að skrá mig á námskeið hjá Salt Eldhús næstkomandi haust.
Auður kennir hópnum um vísindin á bakvið Franskar makkarónur
Einstaklega fallegur litur á KitchenAid vél.
Hópurinn skemmtilegi :)
Fallegu frönsku makkarónurnar komnar í skál heima.
En fallegt!
SvaraEyða