divider

divider

Songbirds

Þetta er Sunshine, hann er handmálaður fugl úr beykivið. Hann er einn af 6 fuglum í Songbird seríu Kay Bojesen Denmark.
Ég var tilneydd til að finna mér gjöf í Epal, það þótti mér ekki leiðinlegt, samt frekar erfitt þar sem það er til svo ótrúlega mikið af klassískri og fallegri hönnun þar. Ég endaði á að velja mér Sunshine. Ég hef sjaldan verið jafn lukkuleg með hlut með eins lítið notagildi og hann hefur blessaður. Augnakonfekt er hann þó og kallar hann hátt og snjallt eftir restinni úr fjölskyldunni sinni. Maðurinn minn er nokkuð öruggur með gjafir næstu ára fyrir mig get ég sagt.



Fuglarnir voru upphaflega teiknaðir af Bojesen í kringum 1950. Þeir litu þó ekki dagsins ljós fyrr en í fyrra. 

Hér í röð eru þeir, Otto-Ruth-Sunshine-Kay-Peter og Pop




 Hugmyndasvampurinn er á Instagram

Engin ummæli:

Skrifa ummæli